3.11.2007 | 02:18
10 litlir negrastrákar
Ég sá og heyrði Kolbrúnu Berþórsdóttur hafa skoðanir á endurútgáfu barnabókarinnar 10 litlir negrastrákar í bókmenntaþættinum Kiljan og fannst að ég yrði að senda henni bréf. Hún hefur ekki svarað mér ennþá. Kannski maður prófi þá að senda opið bréf.
Sæl Kolbrún.
Mér var eilítið brugðið þegar ég sá til ykkar í þættinum hans Egils í gær. Í fyrsta lagi var það hvernig þið hófuð umræður um þessa bók. Þegar búið var að afgreiða Arnald og Breiðavík byrjuðu þið bara að flissa þegar 10 litlir negrastrákar var tekin til skoðunar. Mér er til efs að meira alvörumál hafi rekið á fjörur landsmanna í háa herrans tíð. Þetta snýst nefnilega um rétt fólks af öðrum uppruna en okkar að fá smá hlutdeild í því sem gerir okkur að íslendingum, hvort sem það er mosinn, Ómar Ragnarsson eða bókmenntaarfurinn. Að heyra þig lýsa þessum stormi í vatnsglasi var kannski svipað og hefði maður séð nokkra feita íslenska karla hlæja að málatilbúnaði þeirra sem fyrstir bentu hér á kynjamisréttið. Sú barátta stendur auðvitað enn en ég held að fáum detti í hug að dæma þá umræðu jafn hressilega úr leik og þér virtist svo létt í þættinum í gær. Íslenskar konur tóku sem betur fer keflið og hlaupa með það enn, hvort sem það er í fjölmiðlum eða inn á heimilum en mér er til efs að íslenskir litlir negrastrákar eigi jafn marga málssvara.
Mér finnst líka dálítið tragíkómískt að hlusta á þessa þverfag/pólitísku samstöðu hvítra Íslendinga um og yfir miðjum aldri (vinstri grænir, sjálfstæðismenn, mannfræðingar, bókmenntafræðingar, prestar, fréttamenn o.s.frv ). Þeir lýsa því yfir að þeir sjái ekkert athugavert við útgáfu bókarinnar, því sjálfir hafi þeir lesið hana sem börn án þess að hafa orðið meint af. En ef maður lítur á málstaðinn sem þau verja, þ.e. að mega gefa skít í það að verið sé að sýna heilum kynþætti lítilsvirðingu, er þá hægt að fullyrða að þeir hafi ekki orðið fyrir áhrifum?
Við sem eigum börn af erlendum uppruna stöndum í eldlínunni á hverjum degi. Við megum þola alls kyns uppákomur hvort sem það er í verslunum, biðstofum, sundlaugum og nú í fjölmiðlum. Það er ekki langt síðan það var jafn óalgengt að sjá fólk af asískum eða afrískum uppruna spóka sig í Reykjavík og að rekast á geimveru. Það er óþolandi að sú heimsmynd, þ.e.a.s. að við þekkjum þetta fólk einungis sem apalegar persónur úr barnabókum (hversu krúttlegar sem okkur kunni að hafa þótt þær) ráði ferðinni þegar um jafn mikilvæg mannréttindamál er um að ræða.
Ég er ekki að segja að þessi bók eigi ekki að vera til. Hún er ágætis heimild um hversu stutt er síðan intelligensían í okkar heimshluta málaði þessa nöturlegu mynd til að réttlæta viðbjóðsleg mannréttindabrot hvort heldur í Afríku eða Ameríku. Hún á að vera til í bókaverslunum. En á sama hátt og ég vil að dóttir mín geti valsað um barnabókadeildina án þess að þurfa að rótast í gegnum svæsnustu klámblöðin vil ég heldur ekki að hún þurfi að velta vöngum yfir þeim örlögum sem bókarhöfundum finnst hæfa börnum af öðrum litarhætti en þeirra eigin. Þó einhverjum þætti sniðugt að gefa út bókina Anal Sex For Kids er ekki þar með sagt að hún eigi umsvifalaust heima í barnabókadeildinni ...jafnvel þó íslenska þýðingin þyki eilítið mildari og myndskreytt af einhverjum ástsælasta myndlistarmanni þjóðarinnar.
Hugtakið pólitískur rétttrúnaður hefur oft fengið háðuglega útreið hér á landi. Það að Bandaríkjamönnum hafi þótt það skipta máli að finna eitthvað sem kalla mætti kurteislegt ávarp,þegar talað er um uppruna fólks, þá var það algerlega bráðnauðsynlegt. Kannski eru einmitt á þessu augnabliki tvær vinkonur í MH að spá í hvort þær geti fengið lánaðar glósur hjá Þórunni. Þegar vinkonan veit ekki hver Þórunn er og það þarf að lýsa henni eitthvað nánar gæti komið til þess að asískur uppruni hennar komi til tals. Hvaða orð á að nota? Sumir virðast vera að nota orðið Hrísgrjón. Ekki væri rétt að kalla íslenska stúlku Kínverja , er það? Þessum krökkum og flestum öðrum íslendingum þætti held ég vænt um að vita nákvæmlega hvaða orð/hugtak sé kurteislegt ávarp. Maður geti auðveldlega sýnt fram á það með orðfæri sýnu að maður kjósi að sýna öðru fólki virðingu. Nú var t.d. rödd svartra minnihlutans í Bandaríkjunum það áhrifamikil að hann hafði eitthvað um það að segja hvernig hann var ávarpaður. Því miður er það ekki svo hér. En ætlum við bara að halda áfram að kalla þá negra og sjá til hvort þeim sé misboðið þegar þeir verða orðnir nógu margir eða fullorðnir til að vilja taka slaginn sbr. kellingarnar og kynvillingana?
Þessi umræða er MJÖG þörf á Íslandi í dag. Vinur minn einn að norðan lýsti því einu sinni þannig þegar hann var að ræða um ferðalag hugmynda; Evrópa 1968, Reykjavík 70, Akureyri 72. Þessi umræða er því miður fáránlega seint á ferðinni hér. Vel meinandi fréttamaður á Ríkissjónvarpinu tekur meiri að segja þannig til tals í fréttainngangi: foreldrar svartra og blandaðra barna eru uggandi..... Hann hefði eins getað sagt svartra og múlatta.... Viljum við ekki vera aðeins sterkari á svellinu?
Það að íslensk útgáfa bókarinnar "Ten Little Niggers" sitji á toppi metsölulista á sama tíma og okkur finnst að heimsbyggðin eigi að falla í stafi yfir öllu því sem við höfum upp á að bjóða og stöndum fyrir er sárgrætilegt en því miður alveg dagsatt.
Þetta er næsta stóra mál jöfnuðar og réttlætis. Þetta er í raun stærsta málið sem t.a.m. íslenskir jafnaðarmenn standa frammi fyrir. Íslendingar áttuðu sig sem betur fer í tíma að það væri óhætt að setjast við hliðina á samkynhneigðum í strætó. Ákváðu meira að segja að það væri óhætt að fjölmenna í hressasta partíið sem þeir halda fyrir okkur ár hvert á Laugaveginum. Næsta mál er að horfast í augu við að fólk af öðrum uppruna en okkar má í alvöru gera tilkall til Vestfjarða, lundans, Jóns Baldvins og íslenska landsliðsins í fótbolta sem er í augnablikinu í 79. sæti heimslistans.
Kær kveðja.
Styrmir Sigurðsson
kvikmyndagerðarmaður
Reykjavík
Sæl Kolbrún.
Mér var eilítið brugðið þegar ég sá til ykkar í þættinum hans Egils í gær. Í fyrsta lagi var það hvernig þið hófuð umræður um þessa bók. Þegar búið var að afgreiða Arnald og Breiðavík byrjuðu þið bara að flissa þegar 10 litlir negrastrákar var tekin til skoðunar. Mér er til efs að meira alvörumál hafi rekið á fjörur landsmanna í háa herrans tíð. Þetta snýst nefnilega um rétt fólks af öðrum uppruna en okkar að fá smá hlutdeild í því sem gerir okkur að íslendingum, hvort sem það er mosinn, Ómar Ragnarsson eða bókmenntaarfurinn. Að heyra þig lýsa þessum stormi í vatnsglasi var kannski svipað og hefði maður séð nokkra feita íslenska karla hlæja að málatilbúnaði þeirra sem fyrstir bentu hér á kynjamisréttið. Sú barátta stendur auðvitað enn en ég held að fáum detti í hug að dæma þá umræðu jafn hressilega úr leik og þér virtist svo létt í þættinum í gær. Íslenskar konur tóku sem betur fer keflið og hlaupa með það enn, hvort sem það er í fjölmiðlum eða inn á heimilum en mér er til efs að íslenskir litlir negrastrákar eigi jafn marga málssvara.
Mér finnst líka dálítið tragíkómískt að hlusta á þessa þverfag/pólitísku samstöðu hvítra Íslendinga um og yfir miðjum aldri (vinstri grænir, sjálfstæðismenn, mannfræðingar, bókmenntafræðingar, prestar, fréttamenn o.s.frv ). Þeir lýsa því yfir að þeir sjái ekkert athugavert við útgáfu bókarinnar, því sjálfir hafi þeir lesið hana sem börn án þess að hafa orðið meint af. En ef maður lítur á málstaðinn sem þau verja, þ.e. að mega gefa skít í það að verið sé að sýna heilum kynþætti lítilsvirðingu, er þá hægt að fullyrða að þeir hafi ekki orðið fyrir áhrifum?
Við sem eigum börn af erlendum uppruna stöndum í eldlínunni á hverjum degi. Við megum þola alls kyns uppákomur hvort sem það er í verslunum, biðstofum, sundlaugum og nú í fjölmiðlum. Það er ekki langt síðan það var jafn óalgengt að sjá fólk af asískum eða afrískum uppruna spóka sig í Reykjavík og að rekast á geimveru. Það er óþolandi að sú heimsmynd, þ.e.a.s. að við þekkjum þetta fólk einungis sem apalegar persónur úr barnabókum (hversu krúttlegar sem okkur kunni að hafa þótt þær) ráði ferðinni þegar um jafn mikilvæg mannréttindamál er um að ræða.
Ég er ekki að segja að þessi bók eigi ekki að vera til. Hún er ágætis heimild um hversu stutt er síðan intelligensían í okkar heimshluta málaði þessa nöturlegu mynd til að réttlæta viðbjóðsleg mannréttindabrot hvort heldur í Afríku eða Ameríku. Hún á að vera til í bókaverslunum. En á sama hátt og ég vil að dóttir mín geti valsað um barnabókadeildina án þess að þurfa að rótast í gegnum svæsnustu klámblöðin vil ég heldur ekki að hún þurfi að velta vöngum yfir þeim örlögum sem bókarhöfundum finnst hæfa börnum af öðrum litarhætti en þeirra eigin. Þó einhverjum þætti sniðugt að gefa út bókina Anal Sex For Kids er ekki þar með sagt að hún eigi umsvifalaust heima í barnabókadeildinni ...jafnvel þó íslenska þýðingin þyki eilítið mildari og myndskreytt af einhverjum ástsælasta myndlistarmanni þjóðarinnar.
Hugtakið pólitískur rétttrúnaður hefur oft fengið háðuglega útreið hér á landi. Það að Bandaríkjamönnum hafi þótt það skipta máli að finna eitthvað sem kalla mætti kurteislegt ávarp,þegar talað er um uppruna fólks, þá var það algerlega bráðnauðsynlegt. Kannski eru einmitt á þessu augnabliki tvær vinkonur í MH að spá í hvort þær geti fengið lánaðar glósur hjá Þórunni. Þegar vinkonan veit ekki hver Þórunn er og það þarf að lýsa henni eitthvað nánar gæti komið til þess að asískur uppruni hennar komi til tals. Hvaða orð á að nota? Sumir virðast vera að nota orðið Hrísgrjón. Ekki væri rétt að kalla íslenska stúlku Kínverja , er það? Þessum krökkum og flestum öðrum íslendingum þætti held ég vænt um að vita nákvæmlega hvaða orð/hugtak sé kurteislegt ávarp. Maður geti auðveldlega sýnt fram á það með orðfæri sýnu að maður kjósi að sýna öðru fólki virðingu. Nú var t.d. rödd svartra minnihlutans í Bandaríkjunum það áhrifamikil að hann hafði eitthvað um það að segja hvernig hann var ávarpaður. Því miður er það ekki svo hér. En ætlum við bara að halda áfram að kalla þá negra og sjá til hvort þeim sé misboðið þegar þeir verða orðnir nógu margir eða fullorðnir til að vilja taka slaginn sbr. kellingarnar og kynvillingana?
Þessi umræða er MJÖG þörf á Íslandi í dag. Vinur minn einn að norðan lýsti því einu sinni þannig þegar hann var að ræða um ferðalag hugmynda; Evrópa 1968, Reykjavík 70, Akureyri 72. Þessi umræða er því miður fáránlega seint á ferðinni hér. Vel meinandi fréttamaður á Ríkissjónvarpinu tekur meiri að segja þannig til tals í fréttainngangi: foreldrar svartra og blandaðra barna eru uggandi..... Hann hefði eins getað sagt svartra og múlatta.... Viljum við ekki vera aðeins sterkari á svellinu?
Það að íslensk útgáfa bókarinnar "Ten Little Niggers" sitji á toppi metsölulista á sama tíma og okkur finnst að heimsbyggðin eigi að falla í stafi yfir öllu því sem við höfum upp á að bjóða og stöndum fyrir er sárgrætilegt en því miður alveg dagsatt.
Þetta er næsta stóra mál jöfnuðar og réttlætis. Þetta er í raun stærsta málið sem t.a.m. íslenskir jafnaðarmenn standa frammi fyrir. Íslendingar áttuðu sig sem betur fer í tíma að það væri óhætt að setjast við hliðina á samkynhneigðum í strætó. Ákváðu meira að segja að það væri óhætt að fjölmenna í hressasta partíið sem þeir halda fyrir okkur ár hvert á Laugaveginum. Næsta mál er að horfast í augu við að fólk af öðrum uppruna en okkar má í alvöru gera tilkall til Vestfjarða, lundans, Jóns Baldvins og íslenska landsliðsins í fótbolta sem er í augnablikinu í 79. sæti heimslistans.
Kær kveðja.
Styrmir Sigurðsson
kvikmyndagerðarmaður
Reykjavík
Um bloggið
Styrmir Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála og ég fékk algjört ógeð þegar ég sá fréttirnar ef þessari bók. Hvað fyndist fólki ef einhver tæki sig til og skrifaði bókina 10 littir KR-ingar. Þar myndu ljóshærðir strákar í adidas göllum deyja hver af öðrum og þar sem meira að segja blóð gussaðist öðru hvoru ( er það ekki svo í bókinni ? mér sýndist það neflinlega ) Ég skora á þig að fá einhvern til að myndskreyta þannig texta og sjá hvort fólki fyndist það ekki ástsælt, og hvort slíkri bók yrði ekki skellt í barnabókahillurnar.
Mér finnst að þessari umræðu eigi alls ekki að vera lokið......
Signy Eiriksdottir (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 10:26
Heyr!
Úlfur Eldjárn (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 21:42
Heyr! Heyr!
Vér Morðingjar, 5.11.2007 kl. 00:21
Merkilegt í þessari umræðu hversu seint besta umfjöllunin birtist manni.
Þetta bréf er hátt á listanum.
Svar við bréfinu kemur eflaust aldrei því "professional" gagnrýnandinn getur að sjálfsögðu ekki afsakað framkomu sína í nefndum þætti. Hún var einfaldlega út úr kortinu.
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 22:49
ég er satt best að segja miður mín yfir þessu, skil bara ekki hvað fólk er að hugsa.. er alltaf að sjá það betur og betur hversu týndir Íslendingar eru í hugmyndum sínum um rasisma.
Fríða María Harðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.